Back to All Events

Haustferðin

Haustferð Iðunnar laugardag 30. ágúst 2025

Haustferðin verður að þessu sinni farin til Vestmannaeyja og lagt verður af stað frá Kennaraháskólanum í Stakkahlíð kl. 8:00 stundvíslega.

Kl. 10:45 Brottför frá Landeyjahöfn, siglingin tekur 35 mín. Lagt að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 11:20.

Kl. 11:30 Hádegiverður snæddur á veitingastaðnum Tanganum sem er við bryggjuna. Hlaðborð: þrjár mismunandi súpur, salat, fajitas vefjur og nýbakað brauð og úrval af allskyns heimagerðu smjöri.

Kl. 12:45 Skoðunarferð með leiðsögn um Heimaey í rútunni. Stansað verður m.a. í Herjólfsdal, Stórhöfða, í nýja hrauninu og á Skansinum og kveðið í Stafkirkjunni.

Kl. 14:30 Eldheimar, gosminjasýning. Í lok heimsóknar verður kveðið á sviðinu við veitingasöluna.

Kl. 15:30 Frjáls tími á eigin vegum: Kaffihús, skoðunarferð, Sædýrasafn, Byggðasafn – Sagnheimar.

Kl. 17:00 Brottför frá Eyjum. Kl. 19:00 Kvöldverður á veitingahúsinu Hafið bláa við ósa Ölfusár þar sem boðið verður upp á aðalrétt og eftirrétt. Hægt er að velja einn af eftirtöldum kostum:

1) Fiskur dagsins og eplakaka m/rjóma

2) Lambafillet og brownies m/ís

3) Grænmetisréttur og brownies eða eplakaka.

Verð fyrir Iðunnarfélaga er kr. 15.000 en kr. 20.000 fyrir aðra. Innifalið í því er fargjald í rútu og ferju, aðgangseyrir að safni og hádegis- og kvöldmatur. Þátttaka tilkynnist á netfangið turgud@gmail.com fyrir kl. 13 laugardaginn 23. ágúst.

Vegna ferðarinnar með Herjólfi er nauðsynlegt að gefa upp kennitölu allra farþega – látið einnig símanúmer fylgja, óskir ykkar um mat ásamt upplýsingum um sérfæði og fæðuofnæmi og takið fram hvort skráðir eru félagsmenn eða ekki.

Previous
Previous
June 15

Heiðmerkurfundur

Next
Next
September 15

Dagur rímnalagsins