Haustferð Iðunnar laugardag 30. ágúst 2025
Haustferðin verður að þessu sinni farin til Vestmannaeyja og lagt verður af stað frá Kennaraháskólanum í Stakkahlíð kl. 8:00 stundvíslega.
Kl. 10:45 Brottför frá Landeyjahöfn, siglingin tekur 35 mín. Lagt að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 11:20.
Kl. 11:30 Hádegiverður snæddur á veitingastaðnum Tanganum sem er við bryggjuna. Hlaðborð: þrjár mismunandi súpur, salat, fajitas vefjur og nýbakað brauð og úrval af allskyns heimagerðu smjöri.
Kl. 12:45 Skoðunarferð með leiðsögn um Heimaey í rútunni. Stansað verður m.a. í Herjólfsdal, Stórhöfða, í nýja hrauninu og á Skansinum og kveðið í Stafkirkjunni.
Kl. 14:30 Eldheimar, gosminjasýning. Í lok heimsóknar verður kveðið á sviðinu við veitingasöluna.
Kl. 15:30 Frjáls tími á eigin vegum: Kaffihús, skoðunarferð, Sædýrasafn, Byggðasafn – Sagnheimar.
Kl. 17:00 Brottför frá Eyjum. Kl. 19:00 Kvöldverður á veitingahúsinu Hafið bláa við ósa Ölfusár þar sem boðið verður upp á aðalrétt og eftirrétt. Hægt er að velja einn af eftirtöldum kostum:
1) Fiskur dagsins og eplakaka m/rjóma
2) Lambafillet og brownies m/ís
3) Grænmetisréttur og brownies eða eplakaka.
Verð fyrir Iðunnarfélaga er kr. 15.000 en kr. 20.000 fyrir aðra. Innifalið í því er fargjald í rútu og ferju, aðgangseyrir að safni og hádegis- og kvöldmatur. Þátttaka tilkynnist á netfangið turgud@gmail.com fyrir kl. 13 laugardaginn 23. ágúst.
Vegna ferðarinnar með Herjólfi er nauðsynlegt að gefa upp kennitölu allra farþega – látið einnig símanúmer fylgja, óskir ykkar um mat ásamt upplýsingum um sérfæði og fæðuofnæmi og takið fram hvort skráðir eru félagsmenn eða ekki.