Landsmót Stemmu – landssamtaka kvæðamanna
Dagskrá:
25. apríl, föstudagur: Kvöldmatur
Kl. 19:30 Halla Sigríður Steinólfsdóttir frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd
kynnir landbúnaðarafurðir frá býli sínu.
Kl. 20:30 Kvæðatónleikar. Úrvals kvæðafólk úr aðildarfélögum Stemmu
kemur fram.
26. apríl, laugardagur: Fyrirlestrar og námskeið.
Kl. 10:00 Bára Grímsdóttir kennir stemmur og fjallar um kvæðamenn og
skáld af Vesturlandi með hljóðdæmum.
Kl. 12:00 Hádegisverður.
Kl. 13:00 Gunnar J. Straumland kynnir hvernig hann notar háttbundinn
kveðskap í tengslum við myndlýsingar í kennslu.
Kl. 13:30 Stefán Skafti Steinólfsson frá Ytri-Fagradal fjallar um hagyrðinga
og skáld í Dölum.
Kl. 14:00 Chris Foster kynnir langspil, sögu þess og hvernig er hægt að spila
á það. Þeir sem eiga langspil eru hvattir til að koma með það. Í lokin verða
Chris og Bára með stutta tónleika.
kl. 15:00 Kaffi og bakkelsi.
kl. 15:30 Fyrirlestur – leynigestur.
kl. 16:00 Bókakynningar.
kl. 17:00 Gönguferð að Guðrúnarlaug og Guðrúnar Ósvífursdóttur minnst.
Kl. 19:30 Kvöldmatur, Skemmtidagskrá með kveðskap og fleiru.
27. apríl, sunnudagur:
Kl. 10:00 Aðalfundur Stemmu.
Kl. 12:00 Hádegisverður.
kl. 13:45 Á heimleið verður komið við í landnámsskálanum á
Eiríksstöðum í Haukadal. Saga staðarins verður kynnt og kveðnar
nokkrar stemmur.