Back to All Events

FÉLAGSFUNDUR

Í sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík

Dagskrá fundarins er afar áhugaverð og það verður mikið af kveðskap og söng.

Meyjar og völd, Valgerður Kr. Bryndjólfsdóttir flytur erindi Í bókinni Meyjar og völd. Rímur og saga af Mábil sterku má finna þrjár gerðir Mábilar rímna sem eru frá fimmtándu, sautjándu og átjándu öld og fræðilega umfjöllun um efni þeirra og þróunarsögu. Konungsdóttirin Mábil sterka frá Vallandi er öllum fremri í riddaralistum. Hún drýgir miklar hetjudáðir í bardögum og var ein af fræknustu hetjum íslenskra bókmennta í 500 ár. Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir er höfundur fræðitextans og bjó til útgáfu þrjár gerðir Mábilar rímna og Söguna af Mábil sterku og Móbil systur hennar..

Jóhanna Þórhallsdóttir söng og kvæðakona, kveður vel valdar vísur.

Bára Grímsdóttir les brot úr Aðventu, hinni vel þekktu bók Gunnars Gunnarssonar. Í ár eru 50 ár síðan hann féll frá.

Linus Orri Gunnarsson Cederborg kveður vel valdar vísur.

Zimsen fjölskyldan syngur jólalög, einnig Bára Grímsdóttir við undirleik Chris Fosters á langspil.

Einnig verða fastir liðir: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.

Pálínuboð - Eins og undanfarin ár verða veglegar veitingar í kaffihléinu og biðlum við til fundargesta að koma með eitthvað á kaffiborðið ef þeir hafa tök á.

Previous
Previous
December 1

1. des á Árbæjarsafni