Back to All Events

Félagsfundur, Kvæðamannafélagið Iðunn

Félagsfundur, Kvæðamannafélagið Iðunn

Hraunbergi 2, 111 Reykjavík, í sal Tónskóla Sigursveins

Dagskrá fundarins er afar áhugaverð:

Haustferð Iðunnar til Vestmannaeyja 2025 í tali og tónum.

Anna Guðrún Torfadóttir, Gunnar J. Straumland og Þuríður Guðmundsdóttir segja frá afar skemmtilegri ferð Iðunnarfélaga til Eyja sem farin var í blíðviðri þann 30. ágúst síðast liðinn. Einnig munu þau kveða vísur sem ortar voru í ferðinni.

Rímur af Láka jarðálfi eftir Bjarka Karlsson

Þessi skemmtilegi rímnaflokkur sem samanstendur af sjö rímum og sjö bragarháttum, þar af einn nýr og nefnist laghent, er nýkominn úr prentun og verður til sölu á fundinum. Höfundurinn mun segja frá rímnaflokknum og kvæðamenn kveða brot úr rímunum.

Danslög Jónasar

19. september síðastliðinn var bókin Danslög Jónasar gefin út. Í henni eru 50 danslög sem uppskrifuð voru um 1864 af Jónasi Helgasyni tónskáldi og Dómorganista. Þetta er afar falleg og vegleg útgáfa sem nokkrir Iðunnarfélagar komu að og mun Atli Freyr Hjaltason segja frá bókinni og spila nokkur lög úr henni á harmonikku. Bókin verður til sölu á fundinum.

Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.

Previous
Previous
October 1

KVÆÐALAGAÆFING

Next
Next
October 15

SÖNGVAKA