Back to All Events

FÉLAGSFUNDUR

Í sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík

Dagskrá fundarins er afar áhugaverð:

  • Vísur og verkalýðsbaráttan. Í tilefni af byltingarafmæli. Þorvaldur Þorvaldsson flytur erindi og fjallar um nokkra vísna- og kvæðamenn, þar á meðal Iðunnarfélaga sem létu sig verkalýðsbaráttu varða.

  • Ljóðaland. Eva María Jónsdóttir segir frá þáttaröðinni Ljóðalandi sem sýnd er á RÚV og hún og Pétur Blöndal hafa umsjón með. Í þáttunum fara þau í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi.

  • Og óvænt munu hænur hrossum verpa. Gunnar J. Straumland les og kveður upp úr nýjustu ljóðabókinni sinni.

  • Bragfræðihornið. Ragnar Ingi Aðalsteinsson spjallar um bragfræði og vísnagerð á léttan og fræðandi hátt með mörgum skemmtilegum dæmum.

  • Einnig verða fastir liðir: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.  

Previous
Previous
November 5

KVÆÐALAGAÆFING

Next
Next
November 19

SÖNGVAKA