Back to All Events

Nóvemberfundur

Dagskrá fundarins verður fjölbreytt að venju.

Rósa Þorsteinsdóttir segir frá bókinni Skuggahliðin jólanna sem er safn kvæða og sagna sem tengjast jólum og finnast hljóðritaðar eftir nafngreindu fólki á liðinni öld.

Sigurlín Hermannsdóttir flytur frumsamin ljóð úr nýrri ljóðabók sem nefnist Nágrannar – stuðlamál og stuttsögur.

Félagar úr þjóðlagasveitinni Reykjavík Trad Session flytja nokkur lög á ýmis hljóðfæri, mandólín, fiðlu, írska flautu og fleira. 

Bára Grímsdóttir kveður vísur eftir ömmu sína, Péturínu Jóhannsdóttur.

Tvísöngvar verða sungnir í samsöng undir stjórn Linusar Orra Gunnarssonar Cederborg og Chris Foster.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: Litla kvæðamannamótið, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og Litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir og fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sjá kort á ja.is

Með bestu kveðjum,
stjórn Iðunnar

Earlier Event: October 15
Söngvaka - Tvísöngsæfing