Oct
4
8:00 PM20:00

Októberfundur

Fyrsti fundur haustsins verður 4. október kl. 20:00 - 22:30. Dagskrá fundarins verður að venju fjölbreytt.

Ferðasaga haustferðarinnar rakin í bundnu og óbundnu máli. Kristinn Guðmundsson sögumaður og Rósa Þorsteinsdóttir kvæðakona

Ingimar Halldórsson kveður valið efni.

Bára Grímsdóttir kveður vísur úr Vatnsdal og nágrenni, m.a. eftir ömmu sína Péturínu Jóhannsdóttur.

Chris Foster syngur og leikur á gítar nokkur ensk þjóðlög. Hann verður nýkominn heim úr tónleikaferð um England.

Að auki verða fastir liðir, Litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zímsen, Litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, Bragfræðihornið í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar og sungnir verða tvísöngvar.

View Event →